Fyrirtækið

Reikningar og greiðsluskilmálar

Skráningarkröfur eru innheimtar og mótteknar af viðskiptabanka 1819.

Eindagi reikninga er minnst 7 dögum eftir gjalddaga. Sé reikningur greiddur eftir eindaga greiðir viðkomandi viðskiptavinur dráttarvexti frá gjalddaga til greiðsludags skv. III. kafla laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, auk þess að gjald vegna innheimtuviðvörunar leggst á kröfu við útsendingu 2 dögum eftir eindaga skv. gjaldskrá Debitum. Þá er innheimt útskriftargjald af hverri kröfu samkvæmt verðskrá viðskiptabanka 1819.

Viðskiptavinur ber fulla ábyrgð á greiðslum vegna notkunar á þjónustu 1819. Reikninga ber að greiða eigi síðar en á eindaga.

Við endurnýjun skráninga eru gefnir út reikningar með sama gjalddaga og við upphaf skráningar.

Athugasemdir skulu gerðar við útgefna reikninga án tafar og eigi síðar en á eindaga, ella telst reikningur samþykktur. Athugasemdir vegna reikninga skulu sendast á reikningar[@]1819.is 

Innheimtuferli

Debitum sér um milli- og löginnheimtu fyrir 1819. Kostnaður við milli- og löginnheimtu er samkvæmt verðskrá Debitum hverju sinni. Ef athugasemdir berast vegna hennar mun 1819 taka afstöðu til þeirra í samráði við viðkomandi fyrirtæki.

1819 áskilur sér rétt til að fjarlægja skráningar af miðlum 1819 komi til vanskila.