English

Símsvörun

Hjá 1819 svörum við í símann frá 08:00-21:00 alla daga vikunnar. Í þjónustuveri okkar afgreiðir starfsfólk fjölbreyttar og krefjandi fyrirspurnir hratt og örugglega. Starfsfólk 1819 er vel þjálfað í að leita lausna og sýna frumkvæði við úrlausnir á fyrirspurnum viðskiptavina. Láttu okkur svara símanum!

Lesa meira

Úthringiverkefni

1819 tekur að sér allar tegundir verkefna í tengslum við úthringingar. Við höfum tekið að okkur verkefni í öllum stærðargráðum, frá því að hringja í alla bændur landsins yfir í að leggja kannanir fyirr viðskiptavini fyrirtækja. Ekkert verk er of stórt eða smátt!

Lesa meira

Bein símasala

EF þitt fyritæki vantar öfluga leið til að selja vörur sínar og þjónustu, þá getum við aðstoðað þig við að ná markverðum árangri. Við búum yfir mikilli reynslu og þekkingu í að aðstoða fyrirtæki við að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri. Við erum sérfræðingar í símtölum!

Lesa meira

SMS gátt 1819

Þarftu að koma skilaboðum áleiðis til viðskiptavina eða að senda út tilboð? 1819 býður upp á þægilegt viðmót þar sem fyrirtæki geta sent skilaboð á viðskiptavini eða starfsmenn. Hægt er að nýta þjónustuna á fjölbreyttan máta, allt frá því að senda viðskiptavinum upplýsingar um tímapantanir yfir í að senda ákveðnum hópi sérsniðin tilboð um vörur og þjónustu. Smáskilaboðasendingar eru okkar fag!

Lesa meira

Markhópalistar

1819 upplýsingaveitur halda utan um gagnagrunn yfir alla þá sem eru með skráð símanúmer í símaskrá. Gagnagrunninn er auðvelt að flokka eftir markhópum og lítið mál er að taka út alla þá aðila sem ekki vilja fá símhringingar fyrirtækja sem stunda beina markaðssetningu. Markhópalistar nýtast ólíkum fyrirtækjum við ýmiskonar verkefni!

Lesa meira

Vöktun samfélagsmiðla

1819 tekur að sér að sjá alfarið um vöktun og eftirfylgni á samfélagsmiðlum fyrirtækja. Þegar fyrirtæki nýta sér samfélagsmiðlavöktun 1819 þá getur það sparað starfsmönnum mikinn tíma og gefur þeim svigrúm fyrir meira áríðandi verkefni. Leyfðu okkur að sjá um samfélagsmiðlana fyrir þig!

Lesa meira

Skráning á miðlum 1819

Skráning hjá 1819 stýrir því hvaða upplýsingar birtast um þig og þitt fyrirtæki á miðlum 1819. Rétt skráning tryggir að notendur geti nálgast alla helstu upplýsingar um fyrirtæki og einstaklinga. Slíkar skráningar haldast óbreyttar á milli ára nema að ósk berist um annað. Skráðu þig og þína!

Lesa meira

Sýnileiki á miðlum 1819

Sýnileikapakkar 1819 gefa fyrirtækjum möguleika á því velja hversu áberandi þeirra skráning birtist í leitarniðurstöðum á 1819.is og í 1819 appinu. Fyrirtækjum gefst með þessu tækifæri til þess að vera ofar í huga notenda þegar að þeir leita sér að vörum og þjónustu. Vertu sýnilegur!

Lesa meira

Auglýsingar á miðlum 1819

1819 býður upp á fjölbreytta auglýsingakosti á sínum miðlum. Þegar fyrirtæki auglýsa hjá 1819 birtist auglýsingin hvorutveggja á 1819.is og í 1819 appinu. Einungis eru fjórar auglýsingar í hverju plássi þannig að sýnileikinn er mikill. Tugþúsundir einstaklinga nota 1819.is og 1819 appið við upplýsingaleit í hverjum mánuði og birtist auglýsingin því miklum fjölda fólks. Auglýstu þig!

Lesa meira

Um 1819.is

1819 - Nýr valkostur ehf. er öflugt og framsækið þjónustufyrirtæki sem býður góða þjónustu hvað varðar miðlun upplýsinga og upplýsingalausnir. Félagið var stofnað árið 2014. 1819 - Nýr valkostur ehf. rekur m.a. upplýsinganúmerið 1819 og vefsíðuna 1819.is og heldur uppi gagnagrunn með upplýsingum um einstaklinga og fyrirtæki.