Fyrirtækið

Bannmerking

Hvað þýðir bannmerking við símanúmer?

Hægt er að óska eftir því að setja bannmerki, eins og það sem er á myndinni hér að neðan, við símanúmerið sitt á 1819.is.

Sé slíkt bannmerki við símanúmer þýðir það að rétthafi númersins hefur óskað eftir að vera ekki ónáðaður af aðilum sem stunda beina markaðsetningu.

Í 5. mgr. 46 gr. fjarskiptalaga segir: „Notendur sem nota almenna talsímaþjónustu sem lið í markaðssetningu skulu virða merkingar í símaskrá sem gefur til kynna að viðkomandi áskrifandi vilji ekki slíkar hringingar í símanúmerið sitt.“

1819 ber ekki ábyrgð á því að notendur virði ekki bannmerki sem skráð eru á símanúmer á 1819.is

Hægt er að skrá bannmerki við símanúmer í gegnum Mínar síður